Hér eru lagabreytingatillögur sem liggja fyrir aðalfundi
Breytingartillaga 1
2.3. gr. laganna breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Stjórnin ber ábyrgð á félagaskrá sem einungis er til afnota fyrir stjórn og starfsfólk félagsins og eru þeir bundnir þagnarskyldu um hana. Einu sinni á ári er félagskrá keyrð við Þjóðskrá til að uppfæra heimilisföng einungis. Skal sá þriðji aðili sem sér um þá keyrslu skrifa undir þagnarskyldu.
Breytingartillaga 2
2.4. gr. laganna breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Félög tengd hagsmunum Samtakanna ’78 geta óskað eftir því að tengjast félaginu. Stjórninni er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í fundarboði. Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi. Hagsmunafélög skulu hafa eigin kennitölu, sjálfstæðan fjárhag og koma fram opinberlega í eigin nafni en ekki nafni Samtakanna ’78. Ef hagsmunafélag gerist brotlegt við siðareglur eða gengur gegn markmiðum Samtakanna ‘78 skal málið skoðað af stjórn með þeim möguleika að vísa hagsmunafélaginu frá á næsta félags- eða aðalfundi.
Breytingartillaga 3
2.5. gr. laganna breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Allir félagar geta stofnað starfshópa um málefni og áhugamál sín, að því gefnu að tilgangur þeirra brjóti ekki í bága við markmið félagsins. Þó er ekki hægt að stofna starfshópa um ákveðin stöðugildi, starfsfólk eða einstaka aðila. Tilkynna ber stofnun hóps skriflega til stjórnar, enda eigi talsmenn þeirra alla jafnan fulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á stjórnarfundum þegar fjallað er um málefni sem þeim tengjast. Rísi ágreiningur um stofnun og starfsemi hópa skal skjóta málinu til félagsfundar. Hópar skila árlega starfsskýrslu til stjórnar og geta sótt um styrki til hennar vegna starfsemi sinnar.
Breytingartillaga 4
Í 3., 4. og 5. gr. laganna kemur orðið “félagaráð” í stað orðsins “trúnaðarráð”.
Breytingartillaga 5
4.2. gr. laganna breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Stjórnin fer með umboð félagsins og ákvörðunarvald næst aðalfundi og félagsfundi og kemur fram fyrir hönd þess. Stjórn ræður framkvæmdastýri sem ber ábyrgð á starfsmannahaldi og daglegum rekstri. Skal framkvæmdastýri hafa umboð stjórnar til þess.
Breytingartillaga 6
4.5. gr. laganna breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
4.5. Trúnaðarráð skal kjósa áheyrnarfulltrúa í stjórn og varamann hans, sbr. 5.3. Áheyrnarfulltrúi á seturétt á öllum stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Ef stjórnarmaður forfallast skal áheyrnarfulltrúi taka sæti hans.
4.5. Félaga- og ungmennaráð skulu kjósa sér hvort sinn áheyrnafulltrúa í stjórn og varafulltrúa þeirra, sbr. 5.3 og 6.3. Áheyrnafulltrúarnir eiga seturétt á öllum stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Ef stjórnarmaður forfallast skal áheyrnafulltrúi félagaráðs taka sæti hans.
Breytingartillaga 7
5.2. gr. breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Í trúnaðarráði félagaráði sitja 10 7 fulltrúar kjörnir af aðalfundi [tekur gildi á aðalfundi 2022]. Hlutverk trúnaðarráðs félagaráðs skal vera fólgið í því að fjalla um málefni sem varða hagsmuni hinsegin fólks. Trúnaðarráð skal í samvinnu við stjórn vinna að stefnumótun Samtakanna ‘78 í samvinnu við stjórn. Stærri ákvarðanir stjórnar um stefnumál, hagsmuni og starfshætti félagsins skulu koma til umfjöllunar á vettvangi trúnaðarráðs áður en þeim er vísað til aðalfundar og/eða félagsfundar.
Breytingartillaga 8
Á eftir 5. gr. bætist við ný grein 5. gr. a. (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
5. a. Ungmennaráð
5. a. 1. Tilgangur ungmennaráðs er að þau sem eru yngri en 18 ára geti tekið virkan þátt og haft áhrif í Samtökunum ‘78.
5. a. 2. Í ungmennaráði sitja níu kjörnir fulltrúar.
5. a. 3. Ungmennaráðið er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðustýris og starfsfólks Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar. Fulltrúar eru kosnir á vettvangi félagsmiðstöðvarinnar í upphafi skólaárs. Ungmennaráð skipar áheyrnarfulltrúa í stjórn Samtakanna ´78 og varafulltrúa.
Breytingartillaga 9
7.3. gr. breytist og verður svohljóðandi (breytingatillögur undirstrikaðar og/eða yfirstrikaðar):
Gjaldkeri, ásamt framkvæmdastýri, hefur eftirlit með innheimtu tekna félagsins. Allar fjármunahreyfingar fara fram á bankareikningum Samtakanna’78 sem gjaldkeri gerir grein fyrir í ársreikningum. Reikningsár félagsins er almanaksárið.