Dagskrá

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt! Hefðbundin aðalfundarstörf fara fram á sunnudeginum

Föstudagur 5. mars

Skemmtun og upphitun

Kl. 17.00 - Setning aðalfundarhelgar

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, flytur ræðu

Kl. 18.30 - Online Pöbbkviss

Tótla og Katrín Odds koma okkur í gang fyrir aðalfundarhelgi. Við búum til sérstakan Facebook hóp fyrir þennan viðburð þar sem hann fer fram á Facebook Live.

Kl. 20.00 - Pöbbarölt

Starfsfólk og stjórn dreifir sér á bari og fólk heimsækir þau sem vilja, allt eftir sóttvarnarreglum
Nánar auglýst síðar.

Laugardagur 6. mars

Samtaka til framtíðar

Kl. 13.10 - Setning málþings

Ungmenni úr hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar setja málþing og koma með skilaboð til samfélagsins.

Kl. 13.25 - Samtal formanna

Fyrrum formenn Samtakanna ‘78 ræða fortíð, nútíð og framtíð félagsins okkar. Þorvaldur Kristinsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Hilmar Hildar Magnúsarson setjast niður og ræða sín á milli. Vera Illugadóttir stjórnar umræðum.

Kl. 14.15 - Kaffipása

Fáðu þér kaffi…eða te?

Kl. 14.30 - Hvernig höfum við áhrif?

Hvernig höfum við áhrif?
Hinsegin samfélagið og baráttuaðferðir innan þess breytast ört og sífellt þurfum við að uppfæra okkar stefnumótun. Kennedy Walker er baráttumaður, rannsakandi og umræðustjóri sem hefur unnið ötult starf með grasrótarsamtökum og skipulagninu viðburða í London, hann er annars stofnandi aktivista- og skipulagningarhópsins KIN. Nim Ralph hefur yfir 15 ára reynslu þegar kemur að stefnumótun og skipulagningu grasrótarfélaga. Nim hefur unnið fyrir fjöldamörg samtök t.d. 38 Degrees, Centre for Intersectional Justice, Gendered Intelligence, Global Justice Now, SumOfUs, Transgender Europe, Working On Our Power. Kennedy og Nim ræða við Uglu Stefaníu, trans aktivista sem við öll þekkjum, um það hvernig við náum því besta fram þegar kemur að kynningar- og hagsmunamálum.
Ath. Þessi dagskrárliður fer fram á ensku.

Kl. 15.45 - Stærsti minnihluti landsins, hinsegin Pólverjar ræða sín á milli

Á Íslandi búa yfir 20.000 einstaklingar sem eiga uppruna sinn að rekja til Póllands, en oft fer ekki mikið fyrir þeim einstaklingum í opinberri umræðu. Hvernig er að vera hinsegin í Póllandi? Hvernig er að vera hinsegin og með pólskan uppruna á Íslandi? Wiesiek Kaminski fær til sín góða gesti til að ræða málin.
Ath. Þessi dagskrárliður fer fram á ensku.

Kl. 17.00 - Kynrænt sjálfræði , hvað þýðir það og hvernig varð það til?

Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi í nóvember 2020. Aðdragandi og vinna frumvarpsins hefur verið töluvert lengri, og má rekja allt aftur til ársins 2014. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Kitty Anderson, Ugla Stefanía og Svandís Svavarsdóttir ræða sín á milli inntak frumvarpsins, hvað það þýðir fyrir hinsegin fólk sem og þennan langa aðdraganda.
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson stýrir umræðum.

Kl. 17.45 - Örerindi - Veiga Grétarsdóttir

Sumarið 2019 réri Veiga á kayak rangsælis í kringum Ísland, eða á móti straumnum, og var þar með fyrsta íslenska konan til að róa hringinn og fyrsta manneskjan til að róa hann rangsælis. Veiga talar um einmitt það að róa á móti straumnum en jafnframt fylgja sínu hjarta.

Kl. 18.00 - Málþingi slitið

Páll Óskar Hjálmtýsson lokar málþinginu með stæl!

Sunnudagur 7. mars

Aðalfundur

kl. 14.00 - Laga- og stefnuskrárbreytingar

Allar laga- og stefnuskrárbreytingatillögur má nálgast hér.

kl. 14.30 - Kaffipása

Ekkert meira um það, fáðu þér bara kaffi…já eða te

kl. 14.45 - Kjör til formanns

Kosning er rafræn. Hér má nálgast upplýsingar um frambjóðendur.

kl. 15.05 - Kjör til stjórnar

Kosning er rafræn. Hér má nálgast upplýsingar um frambjóðendur.

kl. 15.35 - Kjör í trúnaðarráðs

Kosning er rafræn. Hér má nálgast upplýsingar um frambjóðendur.

kl. 16.10 - Afgreiðsla umsókna um hagsmunaaðild

Kosning er rafræn. Hér má nálgast upplýsingar um félög sem sótt hafa um hagsmunaaðild.

kl. 16.20 - Önnur mál

Öll önnur mál sem krefjast fundargagna má nálgast hér, degi fyrir fund. Ef þú vilt óska eftir öðrum málum sendu póst á skrifstofa@samtokin78.is